6.
október 2014
Orlofsíbúðir Fíh í Reykjavík og á Akureyri
Orlofsnefnd hefur ákveðið að hafa tveggja vikna forgang fyrir félagsmenn sem búa fyrir utan það svæði sem orlofsíbúðir Fíh eru. Þetta eru íbúðirnar í Sóltúni og á Klapparstíg í Reykjavík og Furulundur og Kjarnagata á Akureyri.
Ástæður þessa eru ítrekaðar kvartanir að félagsmenn séu að taka íbúðirnar fyrir aðra.
Eins og segir í 8. gr. um skyldur sjóðfélaga í orlofssjóðnum, þá má sjóðfélagi ekki framselja öðrum leigurétt eða leyfa öðrum að leigja í sínu nafni.
Breytingarnar munu taka gildi 15. september. Þá geta þeir sem búa utan svæðis bókað fyrir tímabilið frá 1. -31. janúar 2015 en aðrir félagsmenn frá og með 1. október það sem enn er laust í janúar.