Hjukrun.is-print-version

Nýtt orlofshús í boði á Suðurlandi

RSSfréttir
7. október 2014

Frá næstu mánaðarmótum bætist nýtt orlofshús á suðurlandi í flórunna hjá hjúkrunarfræðingum, en það er Lækjarbrekka 14, Syðri Brú, Grímsnesi. 



Húsið er 70 fm auk 30 fm svefnlofts. Gistiaðstaða er fyrir 8 manns. 2 svefnherbergi, bæði með tvíbreiðu rúmi. Svefnpláss er fyrir 4 niðri og á svefnlofti eru 4 dýnur. Eldhúskrókur er opinn inn í stofu, og er eldunaraðstaða með öllum venjulegum eldhúsbúnaði, eldavél með ofni og ísskápur. Baðherbergi er með sturtu og við húsið er heitur pottur. Gasgrill er á staðnum.

Lækjarbrekka 14, Syðri Brú, Grímsnesi

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála