Hjukrun.is-print-version

Ályktun aðalfundar hjúkrunarráðs Landspítala um endurnýjun húsakosts

RSSfréttir
24. október 2014


Aðalfundur hjúkrunarráðs Landspítala ályktaði eftirfarandi þann 22. október 2014:

Ályktun um endurnýjun húsakosts Landspítala
Hjúkrunarráð ályktar enn og aftur um nauðsynlega endurnýjun húsakosts Landspítala. Núverandi húsnæði Landspítala er hvorki boðlegt sjúklingum né starfsfólki og hentar ekki nútíma heilbrigðisþjónustu. Húsnæðið ógnar öryggi sjúklinga sér í lagi ef horft er til sýkingavarna og dæmin sanna að það getur reynst heilsuspillandi fyrir sjúklinga og starfsfólk. Áhætta og óþægindi fyrir sjúklinga hljótast af því að spítalinn er á mörgum stöðum og kostnaður vegna flutninga milli húsa, eykst ár frá ári.

Núverandi húsnæði Landspítala setur skorður hvað varðar endurnýjun tækja þar sem burðarþol, lofthæð og stærðir rýma eru ófullnægjandi. Þótt nægilegt fjármagn fengist til tækjakaupa væri ekki hægt að koma öllum nauðsynlegum tækjum fyrir.

Landspítali er þjóðarsjúkrahús Íslendinga og það eru hagsmunir landsmanna allra að húsnæðið sé endurnýjað og fært að kröfum nútímans.

Hjúkrunarráð fagnar aukinni umræðu um uppbyggingu og framkvæmdir húsakosts Landspítala en það eru mikil vonbrigði að ekki hafi verið gert ráð fyrir frekara fjármagni til undirbúnings framkvæmda í fjárlögum ársins 2015. Hjúkrunarráð hvetur stjórnvöld til að finna leiðir til að hefja framkvæmdir við að bæta húsakost Landspítala hið fyrsta.

F.h. hjúkrunarráðs Landspítala
Guðný Friðriksdóttir formaður hjúkrunarráðs

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála