Hjukrun.is-print-version

Ályktun stjórnar Öldungadeildar Fíh

RSSfréttir
24. október 2014


Þann 30. september síðastliðinn sendi stjórn Öldungadeildarinnar forsætisráðherra eftirfarandi ályktun:

Forsætisráðuneytið
Sigmundur Davið Gunnlaugsson, forsætisráðherra
Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg
101 Reykjavík

Ályktun stjórnar Öldungadeildar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

Stjórn Öldungadeildar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar á ríkisstjórn Íslands að standa vörð um heilbrigðiskerfið líkt og gert er ráð fyrir í stjórnarsáttmálanum frá 22. maí, 2013. Í fjárlögum 2015 sér þess ekki stað að standa eigi við það.

Þá lýsir stjórnin yfir sérstökum áhyggjum vegna stöðu Landspítalans sem aðalsjúkrahúss landsins. Eftir niðurskurð undangenginna ára er aðbúnaður sjúklinga og starfsmanna algjörlega óásættanlegur. Þá skorar stjórnin á ríkisstjórnina og þingmenn alla að setja byggingu nýs Landspítala í algjöran forgang hvað varðar nýframkvæmdir á vegum ríkisins.

Það er vilji Íslendinga að hafa aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu og er það hlutverk ríkisstjórnar og þingmanna á hverjum tíma að sjá til þes að þjónustan standi þeim til boða.

Árið 2015 er 2. árið í röð, sem ríkissjóður skilar tekjuafgangi. Við fögnum því og teljum brýnt að stöðva skuldasöfnun. 

Stjórn Öldungadeildar Fíh er ljóst að óábyrgt væri að fara fram á aukin útgjöld án þess að draga úr annarri eyðslu á móti eða fjármagna þau á annan hátt, án þess þó að taka lán.

Kom í ljós að tekjur verði meiri en áætlað er í frumvarpinu, eða gefist annað svigrúm til að auka útgjöld þá leggur stjórnin til að Landspítalinn hafi þar algjöran forgang.

Til einföldunar er e.t.v. hollast, að hver líti í eigin barm: Þegar heilsan bregst eða óvænt veikindi steðja að, hvernig forgangsraða menn þá?

Það er vilji Íslendinga að hafa aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu og er það hlutverk ríkisstjórnar og þingmanna á hverjum tíma að sj´til þess að þjónustan standi þeim til boða.


                                                                            Virðingarfyllst,
                                                                            f.h. stjórnar Öldungadeildar Fíh


                                                                            Oddný M. Ragnarsdóttir
                                                                            formaður

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála