24.
október 2014
Herdís Gunnarsdóttir var í dag endurkjörin í stjórn Evrópusamtaka hjúkrunarfélaga (EFN) til tveggja ára. Herdís var tilnefnd af Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga til stjórnarsetunnar. Herdís hefur unnið ötullega að málefnum hjúkrunarfræðinga í Evrópu og leiðir meðal annars nefnd EFN um fagleg málefni. Við óskum Herdísi innilega til hamingju með kjörið og hlökkum til áframhaldandi góðs samstarfs í málefnum hjúkrunarfræðinga í Evrópu. |