Hjukrun.is-print-version

Nýtt sáranámskeið haldið í janúar

RSSfréttir
24. október 2014

Námskeið um sár og sárameðferð verður haldið 15. og 16. janúar n.k. Opnað hefur verið fyrir skráningu.
Námskeiðið hefur verið haldið í samvinnu við fagsvið félagsins undanfarin ár og notið mikilla vinsælda. Uppselt hefur verið á öll námskeiðin. Mikil eftirspurn hefur verið eftir námskeiðinu og var því ákveðið að bjóða upp á námskeið í byrjun næsta árs. Fjöldi þátttakenda á námskeiðið er takmarkaður og því er hjúkrunarfræðingum bent á að skrá sig sem fyrst. Vakin er athygli á því að skráning á námskeiðið staðfestist við greiðslu þátttökugjalds.

Nánari upplýsingar og skráning á námskeiðið

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála