27.
október 2014
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) lýsir stuðningi við kjarabaráttu lækna og þær aðgerðir sem þeir standa í til að knýja fram bætt kjör og vinnuaðstæður. Fíh hvetur stjórnvöld til að ganga til samninga hið fyrsta.
Mikilvægt er að gera laun heilbrigðisstarfsmanna samkeppnishæf við það sem gengur og gerist erlendis. Þannig má tryggja að þekking og kunnátta íslenskra heilbrigðisstarfsmanna nýtist skjólstæðingum íslenska heilbrigðiskerfisins og stuðli að eflingu þess.
Virðingarfyllst,
Ólafur G. Skúlason, formaður
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga