29.
október 2014
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) lýsir yfir þungum áhyggjum af núverandi stöðu á Landspítala vegna ófullnægjandi húsakosts og álags á starfsfólk.
Ljóst er að húsnæði Landspítala er úr sér gengið og ekki hentugt fyrir þá starfssemi sem hátæknisjúkrahús þarf að hafa til afnota. Bæta þarf verulega aðstöðu skjólstæðinga og starfsmanna spítalans og mun ný bygging skila miklum ábata fyrir þjóðina ásamt því að draga úr álagi á starfsfólk með bættum vinnuaðstæðum.
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar á stjórnvöld að setja byggingu nýs Landspítala í forgang og tryggja nægjanlegt fjármagn til verkefnisins, þjóðinni allri til heilla.