3.
nóvember 2014
|
Yfirskrift þingsins var: Hjúkrunarþing er haldið annað hvert ár og er þar fjallað um fagleg og stefnumótandi viðfangsefni hjúkrunar- og heilbrigðismála. |
Þingið var að þessu sinni haldið í samstarfi fagsviðs og fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga og var viðfangsefni þess öldrunarhjúkrun í nútíð og framtíð. Hjúkrunarþingið er hluti af stefnumótunarvinnu félagsins varðandi hjúkrun aldraðra. Var hjúkrunarfræðingum þar boðinn vettvangur til að koma á framfæri hugmyndum sínum og skoðunum um hvernig megi efla hjúkrun aldraðra og munu niðurstöður úr umræðuhópunum verða nýttar í stefnu félagsins. Gert er ráð fyrir að vinnu fagsviðs og fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga ljúki í lok þessa ár. Fulltrúar frá Velferðarráðuneyti og Reykjavíkurborg voru sérstakir gestir þingsins. Mikilvægt er fyrir hjúkrunarfræðinga að heyra hverjar eru áherslur og stefna þessara aðila í málefnum aldraðra. Ekki er síður mikilvægt að þessir aðilar fái skýr skilaboð frá hjúkrunarfræðingum þess efnis að þeir séu tilbúnir til að taka þátt í eflingu öldrunarhjúkrunar í landinu og að það sé nauðsynlegt fyrir framþróun heilbrigðisþjónustunnar að rödd hjúkrunar heyrist og að á hana sé hlustað. |