10.
nóvember 2014
Í sumar var auglýst eftir umsóknum um styrki úr Minningarsjóði Hans Adolfs Þórðarsonar, Kristínar Thoroddsen ásamt Rannsókna- og vísindasjóði hjúkrunarfræðinga. Fjöldi umsókna bárust og er það afar ánægjulegt að sjá hversu mikil gróska er í rannsókna- og vísindastarfi hjúkrunarfræðinga og hversu duglegir hjúkrunarfræðingar eru í að sækja sér frekari menntunar í hjúkrun.
Stjórnir sjóðanna tóku umsóknir fyrir og fengu eftirtaldir aðilar styrki:
Minningarsjóður Hans Adolfs Þórðarsonar:
Guðrún Eygló Guðmundsdóttir vegna símenntunar á sviði taugasjúkdóma barna á vegum Harvard medical school og Boston Childrens hospital.
Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir vegna flutnings erindis á ráðstefnu bráðahjúkrunarfræðinga í Póllandi.
Minningarsjóður Kristínar Thoroddsen:
Dóra Björnsdóttir, meistaranemi við HÍ, rannsókn á hæfnisþáttum bráðahjúkrunarfræðinga.
Kristín Sigðurðardóttir, meistaranemi við HÍ, fræðileg samantekt á Nurse Navigation fyrir sjúklinga með ristil- eða endaþarmskrabbamein.
Sólrún Auðbertsdóttir, meistaranemi við HA, rannsókn á aðferðum og áherslum viðbragðsaðila sem starfa á vettvangi áfalla, þjónandi forysta.
Rannsókna- og vísindasjóður:
Auður Ketilsdóttir, hjúkrunarfræðingur MS til rannsóknar á sjálfsumönnun, heilsutengdum lífsgæðum og einkennum sjúklinga með hjartabilun.
Hlíf Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur MS til rannsóknar á árangri af sérhæfðri hjúkrunarráðgjöf fyrir aldraða og fjölskyldu hans sem leita á bráðamóttöku Landspítala.
Helga Jónsdóttir, PhD til rannsóknarinnar Samráð til eflingar heilbrigðis- og sjálfsumönnunar hjá fólki með langvinna lungnateppu og fjölskyldum þeirra.
Stjórnir sjóðanna óska styrkhöfum til hamingju með styrkinn. Jafnframt minnum við hjúkrunarfræðinga á minningarsjóði félagsins en þeir byggja á sölu minningarkorta.