1.
desember2014
Eftirfarandi er úrdráttur úr fréttatilkynningu, en hana má lesa í heild sinni á frummálinu HÉR.
28. nóvember 2014, Brussel, Belgíu; Genf, Sviss:
Evrópusamtök hjúkrunarfræðinga(EFN) og Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (ICN) krefjast fyllsta öryggis heilbrigðisstarfsmanna og einskis umburðarlyndis gagnvart aðstæðum sem leiða til sýkingar starfsmanna.Til að tryggja að heilbrigðisstarfsmenn séu vel skipulagðir og viðbúnir útbreiðslu ebólu hafa EFN og ICN biðlað til Evrópuráðsins, Öryggisráðs heilbrigðismála og heilbrigðisráðherra Evrópulanda um sértækar aðgerðir:
- Skilgreina EB lista yfir miðstöðvar vegna ebólu, og tryggja að hagkvæmt tengslanet stuðli að öryggi sjúklinga og starfsfólks.
- Setja fram teymisskipan í samræmi við þarfir sjúklinga, en þó þannig að hætta á kulnun í starfi vegi á móti því að stofna óþarflega mörgu starfsfólki í hættu.
- Tileinka sér, koma í framkvæmd og og hafa eftirlit með ebólu viðmiðum á landsvísu í náinni samvinnu vil ECDC*. Þjálfun skipulögð af DG Sanco**/ECDC í að klæðast og afklæðast veiruheldum heilgöllum er þar forgangsverkefni.
- Fjárfesta í menntun og þjálfun heilbrigðisstarfsfólks til að stuðla að öruggri og góðri ummönnun. Samfelld fagleg þróun er þar lykilatriði.
- Berjast gegn fordómum gagnvart þeim er sinna ebólusjúklingum.
- Innleiða núverandi EB löggjöf varðandi starfsöryggi og öryggi gegn sýkingarhættu í daglegt starf framlínustarfsfólks.
Auk þess ættu ECDC og DG Sanco að koma á fót beinum aðgerðaráætlunum í samvinnu við hjúkrunarstarfstéttina sem stuðla að öruggri og fullnægjandi umönnun ebólusjúklinga.
*ECDC - European Centre for Disease Prevention and Control (ECDC)
**DG Sanco - Directorate-General Health & Food Safety