Hjukrun.is-print-version

Kynnisferðir styrktar fram í febrúar

RSSfréttir
18. desember2014

Stjórn starfsmenntunarsjóðs ákvað á fundi sínum 10. desember sl. að ekki verði lengur styrktar kynnisferðir til útlanda eftir 11. desember. Sjóðurinn styrkti á árinu 2014 slíkar ferðir með yfir 10 milljónum og þar með er langt gengið á eigið fé hans.

Þeir sem sóttu um styrk vegna kynnisferðar eftir umsóknarfrestinn 1. desember en fyrir 11.desember fá þó afgreiðslu á fundi stjórnar starfsmenntunarsjóðs í febrúar samkvæmt áður gildandi reglum.

Að auki hafa nokkrir hjúkrunarfræðingar og hópar þeirra samið við erlenda aðila um heimsókn og gengið frá ferðapöntun en ekki náð að sækja um styrk fyrir 11.desember. Enn aðrir eru langt komnir með sitt skipulag en hafa ekki náð að ganga frá öllum gögnum. Stjórn starfsmenntunarsjóðs hefur því ákveðið að gefa þessum hjúkrunarfræðingum frágangsfrest til 15. janúar. Kynnisferðir eru ekki styrkhæfar ef ferða- og gistipantanir eru dagsettar eftir 15. janúar.

Frestur til þess að senda inn umsókn rennur út 1. febrúar eins og fyrir aðrar umsóknir. Æskilegt er að þeir sem hyggjast sækja um styrk vegna kynnisferðar hafi samband við starfsmann sjóðsins sem fyrst.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála