Hjukrun.is-print-version

Viðurkenning Alþjóðasamtaka svæfingahjúkrunarfræðinga

RSSfréttir
23. desember2014
Viðurkenning Alþjóðasamtaka svæfingahjúkrunarfræðinga á námi í svæfingahjúkrun við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

Diplómanám á meistarastigi í svæfingahjúkrun við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands hlaut í október 2014 vottun Alþjóðasamtaka svæfingahjúkrunarfræðinga (International Federation of Nurse Anesthetists, IFNA) að undangegnu mati um að námið uppfylli æðstu menntunarkröfur sem samtökin gera til aðildarfélaga sinna.
Eitt af meginmarkmiðum IFNA er að efla gæði menntunar á sviði svæfingahjúkrunar í heiminum. Fulltrúar IFNA komu hingað til lands á lokastigum matsferlisins til úttektar á aðstæðum og funduðu með þeim aðilum Hjúkrunarfræðideildar og Landspítala Háskólasjúkrahúss er koma að stjórn, kennslu og skipulagningu námsins. Vottunin gildir til 5 ára og verður endurskoðuð í október 2019.



Frekari upplýsingar um gildi þessarar vottunar veitir Lára Borg Ásmundsdóttir, sérfræðingur í svæfingahjúkrun sem hefur umsjón með námi
Póstfang: laraasmu@landspitali.is
Sími: 864-2791
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála