Vorum að fá í leigu íbúð að Boðagranda 7, Reykjavík. Félagsmönnum býðst þessi kostur frá 29. janúar næstkomandi. Við minnum á að fólk utan höfuðborgarsvæðis er í forgang, en það getur pantað íbúðina frá 15. hvers mánaðar á undan. Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu geta svo bókað íbúðina frá fyrsta hvers mánaðar sé hún enn laus.
Íbúðin er 2ja herbergja, 55 m2. Hún skiptist í anddyri, samliggjandi stofu og eldhús og eitt svefnherbergi. Hjónaherbergi er með tveimur rúmum sem hægt er að setja saman eða hafa sitt í hvoru lagi. Baðherbergi er með sturtu og þvottavél sem einnig er þurrkari. Í eldhúsi er borðbúnaður fyrir 4-6, eldavél, bakaraofn, ísskápur, frystiskápur, örbylgjuofn auk venjulegra eldhúsáhalda. Sængur og koddar fyrir tvo. Sjónvarp og útvarp. Barnastóll og barnarúm. Svalir í suður og þar eru 3 stólar og borð.
Við minnum á að fólk utan höfuðborgarsvæðis er í forgang, en það getur pantað íbúðina frá 15. hvers mánaðar. Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu geta svo bókað íbúðina frá fyrsta hvers mánaðar sé hún enn laus.