23.
febrúar 2015
Styrkir úr A-hluta vísindasjóðs hafa verið greiddir út til starfandi hjúkrunarfræðinga. Styrkirnir voru lagðir inn á bankareikninga sem hjúkrunarfræðingar gáfu sjálfir upp.
Ef þú telur þig eiga að fá greitt úr vísindasjóði en hefur ekki fengið greiðslu núna þá getur ástæðan verið sú að bankaupplýsingar vantar eða þær ekki réttar. Þú ert þá vinsamlegast beðin(n) um að senda bankaupplýsingarnar með tölvupósti á hjukrun@hjukrun.is
Í kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er ákvæði um það að vinnuveitenda beri að greiða sem svarar 1,5% af grunnlaunum hjúkrunarfræðinga í vísindasjóð, en úr sjóðnum fá félagsmenn greitt í lok mars ár hvert.
Styrkirnir eru framtalsskyldir en ekki staðgreiðsluskyldir. Þetta þýðir að alla styrki verður að telja fram sem tekjur á skattframtali, en heimilt er þó að draga frá (allt að því jafnhá) gjöld vegna útlagðs kostnaðar.
Ef þú telur þig eiga að fá greitt úr vísindasjóði en hefur ekki fengið greiðslu núna þá getur ástæðan verið sú að bankaupplýsingar vantar eða þær ekki réttar. Þú ert þá vinsamlegast beðin(n) um að senda bankaupplýsingarnar með tölvupósti á hjukrun@hjukrun.is
Í kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er ákvæði um það að vinnuveitenda beri að greiða sem svarar 1,5% af grunnlaunum hjúkrunarfræðinga í vísindasjóð, en úr sjóðnum fá félagsmenn greitt í lok mars ár hvert.
Styrkirnir eru framtalsskyldir en ekki staðgreiðsluskyldir. Þetta þýðir að alla styrki verður að telja fram sem tekjur á skattframtali, en heimilt er þó að draga frá (allt að því jafnhá) gjöld vegna útlagðs kostnaðar.