9.
mars 2015
Liljusjóðurinn
Rannsóknar- og styrktarsjóður Lilju Guðrúnar Hannesdóttur auglýsir til umsóknar styrki til rannsóknar vegna eyrnasuðs (tinnitus).
Tilgangur sjóðsins er að styrkja rannsóknir á eyrnasuði. Tilgangur rannsókna skal vera að afla vitneskju um ástæður eyrnasuðs (tinnitus) og meðferðar við því.
Umsóknarfrestur er til 26. apríl 2015.
Úthlutað verður úr sjóðnum 12. maí 2015 en Lilja hefði orðið 89 ára þann 24 maí.
Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu sjóðsins http://www.liljusjodurinn.is eða hjá undirrituðum:
Hannes Petersen prófessor, yfirlæknir háls-, nef- og eyrnadeildar Landspítala; hpet@landspitali.is
Ingibjörg Hinriksdóttir, yfirlæknir Heyrnar- og talmeinastöð Íslands; ingibjorg@hti.is