Hjukrun.is-print-version

Sumarúthlutun 2015

RSSfréttir
19. mars 2015

Sumarúthlutun fór vel af stað og hafa margir félagsmenn nýtt sér það sem er í boði í sumar.  Næsta miðvikudag geta allir bókað en þurfa þó að eiga a.m.k. 15 punkta.

Það var ákveðið í samráði við eiganda að leyfa gæludýr í Hvammi í Vatnsdal en það er nýr leigukostur sem verður í boði í sumar.  Það má einnig vera með gæludýr á Lokastíg 1, Grímsnesi (bústaður félagsins), Bjarteyjarsandi, minna húsinu og í íbúðinni á Stöðvarfirði.  Aðrir leigukostir bjóða ekki uppá það.

Minnum á að það er oft hægt að leigja bústaði félagsins í miðri viku yfir vetrartímann.  Kostar ekki mikið og fáir punktar dregnir af við leiguna.  Einnig ef bústaður/íbúð er laus með viku fyrirvara er hægt að hringja í félagið og fá hjálp til þess að leigja án punktafrádráttar.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála