24.
mars 2015
Í samkomulagi sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) gerði um breytingar og framlengingu á kjarasamningi félagsins við Fjármálaráðherra f.h. ríkisjóðs árið 2014, var ákvæði um eingreiðslu fyrir hjúkrunarfræðinga sem kemur til greiðslu þann 1. apríl næstkomandi.
Ákvæði samkomulagsins varðandi eingreiðsluna var eftirfarandi:
Eingreiðsla 20.000 kr. miðað við þá sem eru í fullu starfi í febrúar 2015. Þeir sem eru í hlutastarfi og/eða hafa starfað hluta úr mánuði skulu fá hlutfallslega greiðslu.
Fíh hvetur hjúkrunarfræðinga til þess að fylgjast með á launaseðlum að þessi eingreiðsla skili sér til þeirra eins og samkomulagið kveður á um.