Stuðningur við kjarabaráttu geislafræðinga, lífeindafræðinga, ljósmæðra og annarra stétta innan BHM
7.
apríl 2015
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) lýsir yfir stuðningi við kjarabaráttu BHM og þær aðgerðir sem bandalagið stendur í til að knýja fram bætt kjör háskólamenntaðra á Íslandi. Fíh hvetur stjórnvöld til að ganga til samninga hið fyrsta.
Fíh áréttar mikilvægi þess að menntun og ábyrgð séu metin til launa. Gera þarf nám í heilbrigðisgreinum samkeppnishæft við aðrar háskólagreinar til að tryggja viðeigandi nýliðun innan heilbrigðisstétta og eflingu heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Verkföll heilbrigðisstarfsmanna hafa víðtæk áhrif á meðferð sjúklinga og öryggi þeirra. Það er því mikilvægt að samningsaðilar setjist að samningsborðinu sem allra fyrst og leysi deiluna með öryggi sjúklinga að leiðarljósi.
Virðingarfyllst,
Ólafur G. Skúlason, formaður
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga