28.
apríl 2015
Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samninganefnd ríkisins áttu árangurslausan fund þann 27. apríl vegna endurnýjunar kjarasamninga. Aðilar ræddu saman í um eina klukkustund en ekkert þokaðist í samkomulagsátt á fundinum.
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga mun nú ákveða næstu skref, en ljóst er að mikið ber á milli samningsaðila.
Ekki var boðaður nýr fundur í viðræðunum, en gera má ráð fyrir að hann verði innan tveggja vikna líkt og lög gera ráð fyrir þegar viðræður eru komnar á borð Ríkissáttasemjara.
Félagsmenn eru hvattir til að fylgjast með gangi mála á heimasíðu félagsins og facebook-síðu Fíh.