Hjukrun.is-print-version

Rekstur orlofssjóðs

RSSfréttir
29. apríl 2015

 

Félaginu berast oft fyrirspurnir vegna greiðslu í orlofssjóð. Hér er því áréttað að allur rekstur orlofssjóðs er greiddur af orlofsgjaldi vinnuveitanda til orlofssjóðs en er ekki tekinn af félagsgjöldum félagsmanna.

Framlag launagreiðanda er 0,25% af heildarlaunum félagsmanna. Þeir sem taka ekki laun eru því í raun ekki sjóðsfélagar. Lífeyrisþegar, atvinnuleitendur og öryrkjar halda þó aðild að orlofssjóði svo lengi sem þeir eiga punkta. Sjóðsfélagar í fæðingarorlofi njóta óskertra réttinda ef þeir greiða félagsgjöld af greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði en ávinna sér ekki punkta á meðan.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála