Hjukrun.is-print-version

Tímamótasamningur

RSSfréttir
30. apríl 2015

Í haust mun Háskólinn á Akureyri í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins bjóða upp á nýja námsbraut fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja sérhæfa sig í heilsugæsluhjúkrun. 

Markmiðið með náminu er að efla klíníska hæfni hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu og styrkja þannig þverfaglega teymisvinnu innan heilsugæslunnar. Til að byrja með mun Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins koma á fót sex sérnámsstöðum í heilsugæsluhjúkrun en stefnt er að því að fjölga þeim frekar árið 2016, m.a. með sérnámsstöðum við heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni.

Verkefnið er liður í áætlun um Betri heilbrigðisþjónustu þar sem áhersla er lögð á að efla heilsugæsluna í landinu.

Frétt velferðaráðneytis
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála