Hjukrun.is-print-version

Mínar síður – lokað svæði á vef félagsins

RSSfréttir
18. maí 2015

Í dag líta Mínar síður Fíh dagsins ljós en um er að ræða lokaðar síður félagsmanna þar sem rafræn sjálfsafgreiðsla fer fram.

Mínar síður skapa þó nokkra aukningu við sjálfsafgreiðslumöguleika á vefnum, en hingað til hefur verið mögulegt að sækja þar um styrki á rafrænu formi. Með Mínum síðum verða allir rafrænir möguleikar sameinaðir á einum stað, og þar geta félagsmenn þjónustað sig sjálfir hvenær sem er sólarhringsins. 

Á Mínum síðum er meðal annars hægt að:

• Uppfæra persónuupplýsingar
• Sækja um styrki í Starfsmenntunarsjóð og Styrktarsjóð
• Fá upplýsingar um nýtingarmöguleika sjóða og sjá hversu mikið búið sé að nýta af styrkjamöguleikum innan almanaksárs
• Fylgjast með ferli umsókna á sínu svæði
• Skoða yfirlit yfir eldri umsóknir og greiðslur, þar á meðal greiðslur úr Vísindasjóði

Orlofsvefurinn verður óbreyttur, en aðgengi að honum er einnig inni á Mínum síðum.


Aðgengi að Mínum síðum
Til að fá aðgengi að Mínum síðum þarf að hafa annað tveggja: Íslykil frá island.is eða rafræn skilríki. Íslykill er flestum félagsmönnum kunnur, en hann hefur verið notaður sem aðgangslykill að orlofsvef félagsins síðan síðastliðið sumar.

Hafi maður ekki Íslykil, er hægt að fá hann sendan í heimabanka, í bréfpósti á lögheimili, eða í sendiráð sé viðkomandi búsettur á erlendri grundu. Ef Íslykill týnist þarf að panta nýjan lykil, en það er gert með sama hætti.

Rafræn skilríki er hægt að nálgast í bönkum, sparisjóðum og hjá Auðkenni. Hægt er að fá skilríkin í síma og á snjallkort. Áður er þó mikilvægt að tryggja að símkort símans sem um ræðir styðji rafræn skilríki. Styðji símkortið ekki skilríkin, er hægt að fá símkort sem gerir það hjá símafyrirtækjum.

Við hvetjum félagsmenn til að verða sér út um íslykil eða rafræn skilríki hafi þeir ekki gert það nú þegar.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála