20.
maí 2015
Í gær, þriðjudaginn 19. maí var samningafundur milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkissins. Fundur varði í 1,5 klukkustund. Fíh lagði þar fram að nýju okkar helstu áherslur. SNR hefur nú þær til skoðunar og er næsti fundur áætlaður á morgun fimmtudag kl. 16. Það er von samninganefndar að skrið komist á viðræðurnar svo ekki komi til verkfalls hjúkrunarfræðinga þann 27. maí næstkomandi.
Sem fyrr er það krafa Fíh að menntun og ábyrgð hjúkrunarfræðinga verði metin til launa auk þess sem stíga þarf stórt skref í þá átt að útrýma þeim launamun sem er til staðar milli hefðbundinna kvennastétta og hefðbundinna karlastétta.
Baráttukveðjur,
F.h. samninganefndar Fíh
Ólafur G. Skúlason
Formaður Fíh
Sem fyrr er það krafa Fíh að menntun og ábyrgð hjúkrunarfræðinga verði metin til launa auk þess sem stíga þarf stórt skref í þá átt að útrýma þeim launamun sem er til staðar milli hefðbundinna kvennastétta og hefðbundinna karlastétta.
Baráttukveðjur,
F.h. samninganefndar Fíh
Ólafur G. Skúlason
Formaður Fíh