Hjukrun.is-print-version

Bráðalæknar styðja kjarakröfur

RSSfréttir
26. maí 2015

 

Eftirfarandi yfirlýsing frá Félagi bráðalækna barst Fíh:

Félag bráðalækna lýsir yfir fullum stuðningi við eðlilegar kröfur heilbrigðisstétta í kjaradeilu þeirra við ríkið. Kjör heilbrigðisstarfsfólks hafa ekki aðeins dregist aftur úr kjörum annarra sambærilegra stétta á Íslandi heldur einnig aftur úr kjörum starfssystkina þeirra í löndunum í kringum okkur.

Aðalfundur Félags bráðalækna áréttar mikilvægi þess að samið sé við heilbrigðisstéttir hið fyrsta með hætti sem leiðir ekki til frekari atgerfisflótta frá opinberum heilbrigðisstofnunum á Íslandi en þegar er orðið. Laun og starfskjör heilbrigðisstétta hafa ekki verið samkeppnishæf síðustu ár sem hefur auk atgervisflótta leitt til skertrar nýliðunar í stéttunum. Raunveruleg hætta er á að heilbrigðiskerfið verði fyrir skaða sem mun verða erfitt og taka langan tíma að bæta upp.

Samþykkt á aðalfundi Félags bráðalækna í Reykjavík 26.05.2015

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála