27.
maí 2015
Á miðnætti hófst verkfall hjúkrunarfræðinga sem starfa samkvæmt kjarasamningi Fíh og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs.
Opið hús verður alla virka daga í húsakynnum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Suðurlandsbraut 22, frá kl. 14 til 17 en verkfallsverðir mæta kl. 8.30. Þeir hjúkrunarfræðingar sem vilja taka þátt í verkfallsvörslu geta sent tölvupóst á netfangið verkfallsstjorn@hjukrun.is.