Hjukrun.is-print-version

Læknafélag Íslands lýsir stuðningi við baráttu Fíh

RSSfréttir
28. maí 2015

 

Eftirfarandi yfirlýsing barst Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga:

Verkfall hjúkrunarfræðinga – yfirlýsing frá stjórn Læknafélags Íslands

Kjör háskólamenntaðs fólks hafa löngum verið lakari á Íslandi en í nágrannalöndum okkar. Stjórn Læknafélags Íslands áréttar nauðsyn þess að háskólamenntun sé metin að verðleikum hér á landi. Léleg laun og starfskjör háskólamenntaðs fólks leiða til atgervisflótta og skertrar nýliðunar sem eru sérhverju samfélagi dýrkeypt í formi brothættari innviða og fábreyttara atvinnulífs.

Stjórn Læknafélags Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við baráttu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fyrir bættum kjörum. Stjórnin skorar jafnframt á stjórnvöld að ganga án tafar til samninga við þær heilbrigðisstéttir sem nú eru í verkfalli, enda hefur verkfallið haft slæm áhrif á heilbrigðiskerfið, á sjúklinga og aðstandendur þeirra.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála