29.
maí 2015
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sleit nú kl. 17:30 viðræðum sínum við Samninganefnd Ríkisins.
Það var ljóst á fundinum í dag að það er lítill vilji hjá ríkinu til þess að semja við hjúkrunarfræðinga. Hvorki virðist vera vilji til þess að leiðrétta laun þeirra og gera þau sambærileg við laun annarra háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna né að leiðrétta kynbundinn launamun.
Það er ómögulegt að segja nokkuð til um það hvenar næsti samningafundur verður boðaður og því er áframhaldandi verkfall hjúkrunarfræðinga óumflýjanlegt.