29.
maí 2015
Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga barst eftirfarandi yfirlýsing í gær, þann 28. maí:
"Stuðningsyfirlýsing frá Félagi hjúkrunarfræðinga í Noregi
Félag hjúkrunarfræðinga í Noregi styður íslenska hjúkrunarfræðinga í baráttu þeirra um sanngjörn laun. Verkfall er öflugt verkfæri, sem getur verið óhjákvæmilegt að grípa til. Nauðsynlegt er að vinna gegn óréttlátum launamun milli hefðbundinna karla- og kvennastétta. Góð laun og starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga eru grundvallaratriði til að hægt sé að veita góða og örugga heilbrigðisþjónustu og Fíh stendur undir ábyrgð í baráttu til bættra aðstæðna.
Gangi ykkur vel!"