1.
júní 2015
Eftirfarandi er stuðningsyfirlýsing barst frá hjúkrunarnemum eftir sameiginlegan fund nemendafélaganna þann 31. maí:
"Hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri styðja hjúkrunafræðinga í verkfallsaðgerðum og munu ekki ganga inn í þeirra störf á meðan verkfalli stendur. Hjúkrunarfræðinemar hvetja ríkið til að verða við eðlilegum kröfum um laun í samræmi við menntun og ábyrgð og útrýma kynbundnum launamun. Ef halda á í nýútskrifaða hjúkrunafræðinga verða starfskjör að vera samkeppnishæf við nágrannalönd og stéttir með sambærilega menntun.
Fyrir hönd Curators, nemandafélags hjúkrunafræðinema Háskóla Íslands:
Þórdís Edda Hjartardóttir
Sara Ragnheiður Guðjónsdóttir, fulltrúi fjórða árs nema Háskóla Íslands
Fyrir hönd Eirar, nemandafélags heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri:
Helga Margrét Jóhannesdóttir, formaður Eirar
Katrín Erna Þorbjörnsdóttir, fulltrúi fjórða árs nema Háskólans á Akureyri"