5.
júní 2015
Í gær boðuðu Fíh og BHM til þögulla mótmæla framan við Stjórnarráðið. Mótmælin fóru fram í dag, en safnast var saman kl. 9.15 og beið fjölmenni eftir að ráðherrar kæmu á ríkisstjórnarfund. Mótmælin fóru vel fram og stóðu þar til ríkisstjórnarfundi lauk. Samkvæmt lögreglu voru yfir þúsund manns samankomnir í Lækjargötu.