Hjukrun.is-print-version

Vegna umsókna í vinnudeilusjóð

RSSfréttir
10. júní 2015

 

Að gefnu tilefni vill stjórn vinnudeilusjóðs árétta að félagsmenn í verkfalli fyrirgera ekki rétti sínum til styrks þótt sótt sé um seinna en auglýst hefur verið. Fyrir þá félagsmenn sem eru á fyrirframgreiddum launum og hafa nú þegar mætt miklu launatapi getur verið gott að sækja um vikulega í sjóðinn. Aðrir félagsmenn eru hvattir til að sýna biðlund og sækja um síðar í mánuðinum. Þannig berst styrkur úr vinnudeilusjóði á sama tíma og launatekjur hefðu ella gert.

Stjórn vinnudeilusjóðs

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála