12.
júní 2015
1. umræðu um frumvarp laga um kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga innan Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga lauk á ellefta tímanum í kvöld. Málinu er nú vísað til umræðu í allsherjar- og menntamálanefnd í fyrramálið.
Lögin hafa því ekki verið samþykkt og er verkfall Fíh enn í fullu gildi. Við hvetjum félagsmenn til að fylgjast vel með fréttum um þróun málsins og jafnframt bjóða sig fram til verkfallsvörslu á meðan verkfall er í gangi.