13.
júní 2015
Verkfalli Fíh beint gegn fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs er nú lokið með samþykkt laga þess efnis á Alþingi.
Hjúkrunarfræðingar mæti til vinnu frá og með kvöldinu í kvöld samkvæmt þeim vaktaskýrslum sem fyrir lágu við upphaf verkfalls. Ef hjúkrunarfræðingur er óviss hvort hann eigi að mæta til vinnu strax í kvöld er honum bent á að hafa samband við vinnuveitanda sinn.