Félagsfundur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga haldinn þann 16. júní 2015 harmar að sett hafi verið lög á löglegt verkfall hjúkrunarfræðinga þann 13. júní síðastliðinn. Lagasetning þessi verður einungis til þess að grafa undan íslensku heilbrigðiskerfi til framtíðar. Hjúkrunarfræðingar eru hryggjarstykkið í íslensku heilbrigðiskerfi og var markmið þeirra með verkfallsaðgerðum að gera hjúkrunarstarfið samkeppnishæft á við önnur háskólamenntuð störf og jafnframt að stigin væru ákveðin skref í átt að leiðréttingu á kynbundnum launa mun hjá ríkinu.
Félagsfundur Fíh skorar á stjórnvöld til að ganga án tafar til samninga við hjúkrunarfræðinga og tryggja að mönnun hjúkrunarfræðinga verði með þeim hætti að hér sé hægt að byggja upp öruggt og öflugt heilbrigðiskerfi þjóðinni til heilla.