9.
júlí 2015
Vinnudeilusjóður hefur afgreitt allar umsóknir sem bárust fyrir 9. júlí. Tæplega tuttugu umsóknir voru ekki afgreiddar þar sem fylgiskjöl vantaði eða þær voru ófullnægjandi. Þeim umsækjendum hefur verið sendur tölvupóstur vegna þess. Næst verður greitt úr sjóðnum eftir 20. ágúst og þaðan í frá mánaðarlega.
Hafi félagsmenn athugasemdir varðandi afgreiðslu umsókna sinna eru þeir beðnir um að senda skriflegt erindi til stjórnar Vinnudeilusjóðs. Það skal senda á hjukrun@hjukrun.is með efnislínunni Vinnudeilusjóður eða skriflega:
Vinnudeilusjóður Fíh
Suðurlandsbraut 22
108 Reykjavík
Stjórn Vinnudeilusjóðs Fíh