Hjukrun.is-print-version

Sérnám í heilsugæsluhjúkrun hafið

RSSfréttir
2. september 2015

 

Sérnám í heilsugæsluhjúkrun, samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Háskólans á Akureyri hófst í haust. Viðfangsefni námsins að efla hæfni hjúkrunarfræðinga í starfi á heilsugæslustöð ásamt því að móta viðhorf og sýn til þjónustu heilsugæslunnar.  

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Svanhvít Jakobsdóttir forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri  skrifuðu undir samning um sérnámið á Akureyri í apríl síðastliðinn.

Námið samanstendur af fræðilegu námi við Háskólann á Akureyri og klíniskri þjálfun á heilsugæslustöð hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins undir handleiðslu lærimeistara. Námið er skipulagt til eins árs og lýkur með diplóma gráðu.

Á myndinni eru þeir hjúkrunarfræðingar sem hófu sérnám í heilsugæsluhjúkrun í haust.


Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála