Hjukrun.is-print-version

Nýr ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræðinga

RSSfréttir
11. september 2015

 

Helga Ólafs hefur verið ráðin nýr ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræðinga og hefur hún þegar tekið til starfa. Hún tekur alfarið við 1. október þegar Christer Magnusson snýr til annarra starfa.

 

Helga er með BS-gráðu í sálfræði og í doktorsnámi í fjölmiðlafræði. Hún hefur mikla reynslu af blaðamennsku og ritstjórn og verður því góð viðbót við öflugt teymi á skrifstofu félagsins. Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að senda inn faggreinar til tímaritsins og að bjóða Helgu í heimsókn og á fræðslufundi og ráðstefnur.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála