Hjukrun.is-print-version

Hjúkrunarfræðingar á Reykjalundi samþykkja nýgerðan kjarasamning

RSSfréttir
14. september 2015

 

Hjúkrunarfræðingar í starfi á kjarasamningi Fíh við Reykjalund endurhæfingamiðstöð SÍBS  samþykktu nýgerðan kjarasamning með afgerandi meirihluta. Kjarasamningurinn er áþekkur úrskurði gerðardóms varðandi hjúkrunarfræðinga í starfi á kjarasamningi Fíh við fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs.

Alls voru 34 hjúkrunarfræðingar á kjörskrá og tóku 81% þeirra afstöðu til samningsins. Var nýgerði kjarasamningurinn samþykktur með 96% atkvæða.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga á enn eftir að gera kjarasamninga við Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitafélaga og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu. Viðræður eru í gangi milli aðila og vona samninganefndir Fíh að viðræður gangi hratt og örugglega fyrir sig.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála