27.
október 2015
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur undirritað nýjan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu. Kjarasamningurinn er áþekkur úrskurði gerðardóms varðandi hjúkrunarfræðinga í starfi á kjarasamningi Fíh við fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs auk nýs kafla um réttindi hjúkrunarfræðinga í starfi hjá SFV.
Hjúkrunarfræðingar sem starfa á stofnunum sem heyra undir SFV munu á næstu dögum fá sent kynningarbréf og veflykil í tölvupósti til að kjósa um kjarasamninginn. Fíh vill hvetja hjúkrunarfræðinga til þess að taka þátt i kosningunni. Kosningunni lýkur laugardaginn 31. oktober kl. 12:00.
Samninginn má sjá í heild sinni hér