Enn er ósamið við tvo viðsemjendur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Annars vegar Reykjavíkurborg og hins vegar Samband íslenskra sveitarfélaga.
Viðræður við Reykjavíkurborg eru langt komnar en erfiðlega reynist að loka málinu. Það er þó stefnt að því að ljúka því sem allra fyrst og erum við að nota allan okkar kraft í að reyna að klára þá samninga.
Viðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga er skemmra á veg komnar. Þeir samningar runnu út þann 31. ágúst 2015. Fundað hefur verið með fulltrúum sveitarfélaganna og stendur til að ganga til verks á næstu vikum. Viðræður við háskólamenntaða hjá sveitarfélögunum er á sama róli.
Það er stefna Fíh að allir samningar verði undirritaðir fyrir jól, þó ekki sé hægt að ganga að því sem gefnu.