23.
nóvember 2015
Seinnipartinn í dag var undirritaður nýr kjarasamningur milli Fíh og Reykjavíkurborgar. Töluverðar breytingar verða á kjarasamningnum þar sem um yfirfærslu í starfsmatskerfi Reykjavíkurborgar, SAMSTARF, er að ræða auk samninga um launahækkanir sem eru í samræmi við aðra kjarasamninga sem gerðir hafa verið á árinu.
Kynningar -og kjörfundur verður miðvikudaginn 25. nóvember kl.19:30 í húsnæði Félagsins á Suðurlandsbraut.
Greidd verða atkvæði um samninginn á fundinum, ekki verður um rafræna atkvæðagreiðslu að ræða. Því eru félagsmenn sem starfa á kjarasamningi Fíh við Reykjavíkurborg hvattir til að mæta. Á fundinum verður jafnframt haldin kynning á starfsmatskerfinu.