Hjúkrunarfræðingur sem ákærður var fyrir manndráp af gáleysi var í dag sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur ásamt Landspítala.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar niðurstöðu dómsins.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leggur áherslu á að alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu séu rannsökuð á þann hátt að það leiði til aukins öryggis sjúklinga. Að öllu jafna eru alvarleg atvik afleiðing röð atburða en ekki vegna gjörða einnar manneskju sem er hluti af stærri keðju. Því er brýnt að atvikin séu rannsökuð með það að leiðarljósi að dreginn verði lærdómur af ferlinu og komið í veg fyrir að sjúklingar beri skaða af.
Ljóst er að mönnun hjúkrunarfræðinga hefur bein áhrif á öryggi sjúklinga. Rannsóknir hafa sýnt að með því að manna vel með hjúkrunarfræðingum farnast sjúklingum betur, fylgikvillum meðferða minnkar, legutími á stofnunum styttist og dánartíðni lækkar. Jafnframt skilar góð mönnun hjúkrunarfræðinga sér í aukinni hagkvæmni í rekstri og starfsánægju starfsfólk. Það er því forgangsatriði í heilbrigðisþjónustu nútímans að fjölga starfandi hjúkrunarfræðingum á Íslandi líkt og nú er lögð áhersla á erlendis.
Nálgast má niðurstöður dómsins hér