Hjukrun.is-print-version

5. tbl. Tímarits hjúkrunarfræðinga komið út

RSSfréttir
18. desember2015

 Í nýjasta tölublaði Tímarits hjúkrunarfræðinga er m.a. fjallað um samskipti heilbrigðisstarfsfólks og sjúklinga af erlendum uppruna og óhefðbundnar lækningar en það sem var talið óhefðbundið í upphafi 21. aldarinnar er af mörgum talið vera hefðbundið. Fjallað er um erindi Jónu Ingibjargar Jónsdóttur um kynlöngun kvenna og hópur hjúkrunarfræðinga tekinn tali sem fagnar 25 ára útskrift í ár. Þankastrikið er á sínum stað sem og aðrir áhugaverðir pistlar. Þetta og margt fleira í nýútkomnu tölublaði Tímarits hjúkrunarfræðinga. Lesendur geta valið um hvort þeir lesi það í smáforriti, í flettiútgáfu eða einstaka greinar. Þitt er valið!

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála