Hjukrun.is-print-version

Appið - Tímarit hjúkrunarfræðinga

RSSfréttir
13. janúar 2016

 

Ertu að lesa Tímarit hjúkrunarfræðinga í snjallsíma eða spjaldtölvu? Fáðu þér þá appið. Þar er umbrotið sérstaklega lagað að snjalltækjum og þú færð skilaboð í hvert sinn sem nýtt tölublað er gefið út.

Appið heitir Tímarit hjúkrunarfræðinga og er hægt að nálgast í App store og í Google Play fyrir android stýrikerfi.

Í nýjasta tölublaði Tímarits hjúkrunarfræðinga fáum við meðal annars innsýn í hjálparstarf í flóttamannabúðum og á átakasvæðum frá hjúkrunarfræðingi sem á að baki fjölda ferða víðs vegar um heim. Kíkt var í málstofu um óhefðbundnar lækningar en þar var fjallað um heildrænar meðferðir, viðbótarmeðferðir og núvitundariðkun. Þá er fjallað um niðurstöður rannsóknar nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga um samskipti milli heilbrigðisstarfsfólks og sjúklinga af erlendum uppruna. Í Þankastriki blaðsins kynnir Kristín Norðmann samstarfsverkefni sem hrundið var af stað í Danmörku til að efla þátttöku sjúklinga í eigin meðferð, og gerð er grein fyrir umfangsmiklu verkefni sem lýtur að sjúkrarúmum og var unnið að hluta til með verkfærum straumlínustjórnunar. Nokkrir hjúkrunarfræðingar sem fagna 25 ára útskriftarafmæli voru teknir tali um hvað á daga þeirra hefði drifið, og Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur fjallar um þær áskoranir sem staðið er frammi fyrir í fjölskyldumeðferðum. Þetta og margt fleira í rafrænni útgáfu Tímarits hjúkrunarfræðinga.

   

 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála