13.
janúar 2016
Gjafabréf Icelandair eru komin í sölu á vefnum. Gildistími nýju bréfanna er frá deginum í dag til 15. janúar 2018. Orlofsnefnd ákvað á fundi nýverið að minnka punktafrádrátt vegna þessara gjafabréfa í 5 punkta. Veiðikortið og miðar í Hvalfjarðargöngin eru einnig í boði ásamt hótelmiðum frá hinum ýmsu hótelum. Orlofssjóður hefur einnig í boði gjafabréf frá Flugfélagi Íslands og Ferðafélaginu Útivist. Margir nýjir spennandi kostir verða í boði í sumar og verða þeir kynntir í Orlofsblaðinu sem kemur út í febrúar.