20.
janúar 2016
Kynningardagur hjúkrunarfræðinema í Háskóla Íslands
Starfsvettvangur hjúkrunarfræðinga
Föstudaginn 22. janúar kl. 11:00 – 14:00
Hjúkrunarfræðideild Eirbergi, 1. og 2. hæð
Hjúkrunarfræðinemar á lokaári bjóða til kynningar á hinum ýmsum störfum hjúkrunarfræðinga.
Nýjar og hefðbundnar hliðar á starfsvettvangi hjúkrunarfræðinga verða kynntar:
Heimafæðingar
Skaðaminnkun – Frú Ragnheiður
Hjúkrunarnemafélagið Hlíf
Lífsstílsmóttaka
Vökudeild – nýburagjörgæsla
Aðstoð við flóttafólk: Hlutverk hjúkrunarnema og hjúkrunarfræðinga
Verkjateymi Landspítala
Hjálparstörf – sjálfboðaliðar
Kynningin er liður í námskeiðinu Hjúkrun sem starfs- og fræðigrein þar sem hópar nemenda kynna starfstækifæri í hjúkrun bæði hér á landi og erlendis.
Framhaldsnám í hjúkrunar og ljósmóðurfræðum verður kynnt.
Árleg kaffisala fjórða árs nema á verður á staðnum og verður boðið upp á veglegar kræsingar gegn vægu gjaldi. 1500kr fyrir fullorðna, 1000kr fyrir 8-12 ára og frítt fyrir 7 ára og yngri.
Kynningin er öllum opin.
Allir sem vilja kynna sér fjölbreytt störf hjúkrunarfræðinga eru hvattir til að koma.