4.
febrúar 2016
Orlofssjóður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga býður félagsmönnum sínum Menningarkort Reykjavíkur til kaups. 2 kort eru í boði til hvers félagsmanns. Kortið er niðurgreitt af Orlofssjóði og kostar kr. 3.000. 1 punktur er dreginn frá við kaupin.
Menningarkort Reykjavíkur gildir sem árskort í Listasafn Reykjavíkur og Minjasafn Reykjavíkur og fá handhafar þess einnig bókasafnskort í Borgarbókasafn Reykjavíkur. Kortið gildir á allar sýningar og viðburði á vegum safnanna og veitir að auki 10% afslátt á veitingastaði safnanna, safnverslanir og fleira. Allar nánari upplýsingar er að finna áwww.menningarkort.is