Hjukrun.is-print-version

Ráðstefna: Sóknarfæri í öldrunarhjúkrun

RSSfréttir
4. febrúar 2016

Kall eftir ágripum, frestur til að skila inn útdráttum er til 16. febrúar 2016


Föstudaginn 11. mars 2016 verður ráðstefnan „Sóknarfæri í öldrunarhjúkrun“ haldin í húsnæði Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands í Eirbergi. Ráðstefnan er samstarfsverkefni Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði, Fagdeildar í öldrunarhjúkrun og Fagráðs í öldrunarhjúkrun á Landspítalanum. Þar gefst tækifæri til þess að kynna rannsóknir og gæðaverkefni.

Vinsamlega sendið útdrátt að veggspjaldi eða erindi sem tekur 20 mínútur í flutningi (spurningar meðtaldar) eigi síðar en 16. febrúar á tölvupóstföngin: elfathg@hi.is og margbjo@hi.is.

Vinsamlega takið mið af eftirfarandi leiðbeiningum við gerð útdrátta: Útdráttur á að vera samfelldur texti, að hámarki 250 orð í Times New Roman 12 pt. letri, línubil 1 og þarf titill og nöfn höfunda(r) að koma skýrt fram. Uppbygging: Inngangur, aðferð, niðurstöður og ályktanir.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála