Hjukrun.is-print-version

Tímarit hjúkrunarfræðinga

RSSfréttir
19. febrúar 2016

Fyrsta tölublað Tímarits íslenskra hjúkrunarfræðinga 2016 er komið út. Í tölublaðinu er fjölbreytt efni af fræðigreinum og áhugaverðum viðtölum þar sem varpað er m.a. ljósi á líf og störf hjúkrunarfræðinga í Noregi sem sækja þangað fjárhagslegt öryggi og aukin lífsgæði, og seinni hluti viðtala við 25 ára útskriftarhóp hjúkrunarfræðinga. Birt er ítarlegt viðtal við Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur, dósent í stjórnsýslufræðum, þar sem hún rekur sögu sameiningar spítalanna sem einkenndist af sundrung og sameiningu, brostnum loforðum og afdrifaríkum ákvörðunum og eldskírn hjúkrunarfræðinga í stjórnun og rekstri. Fjallað er um styttingu vinnuvikunnar sem mögulegri lausn á skorti á hjúkrunarfræðingum og þankastrik blaðsins er tileinkað faglegum metnaði hjúkrunarfræðinga. Í fræðsluefni blaðsins er fjallað um sýkingar og smitleiðir, klínískar leiðbeiningar um greiningu, forvarnir og meðferð við óráði, og umræðu um dauðann í aðdraganda andláts.

Ertu að lesa Tímarit hjúkrunarfræðinga í snjallsíma eða spjaldtölvu? Fáðu þér þá appið. Þar er umbrotið sérstaklega lagað að snjalltækjum og þú færð skilaboð í hvert sinn sem nýtt tölublað er gefið út.

   

 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála